Heim > Heimili og skuldir, Samtök lánþega Frjálsa fjárfestingabankans > Ég, í nafni skuldunauta, vil taka yfir banka.

Ég, í nafni skuldunauta, vil taka yfir banka.

Ég undirritaður, Guðmundur Andri Skúlason, kt. 190471-4629, óska eftir að komast í samband við skuldara Frjálsa fjárfestingabankans í þeim tilgangi að mynda með skuldunautum bankans hóp sem tæki að sér milliliðalaust, að semja við kröfuhafa bankans.

Frjálsi fjárfestingabankinn er sem stendur settur undir slitastjórn sem hefur það eina hlutverk að hámarka eignir þær er Frjálsi fjárfestingabankinn hafði yfir að ráða þá er ákveðið var að slíta starfsemi bankans.

Eignir Frjálsa fjárfestingabankans eru í meginatriðum veðskuldabréf hvar við, skuldunautar bankans, erum skuldarar og trygging fyrir skuldinni er í fasteignum okkar eða bifreiðum.

Það má því færa fyrir því rök að við, skuldunautar, séum raunverulegir eigendur Frjálsa fjárfestingarbankans þar sem við höfum yfir að ráða þeim fjármunum sem liggja til grundvallar framtíðargreiðsluflæði bankans.

Komi til þess að við missum greiðsluvilja, leggjum niður greiðslur og yfirgefum eignir okkar í hendur Frjálsa Fjárfestingabankanum, mun það óhjákvæmilega leiða til verulegra sjóðstreymisvandamála fyrir bankann og þar með verða til verulegs tjóns fyrir kröfuhafa.

Það er því mín skoðun að samningum við kröfuhafa sé best komið hjá okkur, raunverulegum eigendum bankans, og vil ég í því augnamiði stofna samtök skuldunauta Frjálsa fjárfestingabankans.

Tilgangur samtakanna yrði fyrst og síðast að standa vörð um hagsmuni skuldunauta og vinna að því að leiða samninga við kröfuhafa til lykta á þann hátt að endurgreiðsla taki mið af raunvirði lánasafns bankans eins og það stendur í dag.

Með raunvirði lánasafnsins er átt við að ógerningur sé fyrir kröfuhafa að meta heildarvirði lánasafns á bókfærðu verði sé tekið mið af þeim efnahagshörmungum sem á þjóðinni og þegnum hennar hafa dunið undanfarna mánuði.

Skuldunautar Frjálsa fjárfestingabankans munu því taka yfir bankann, semja við kröfuhafa um endurgreiðslur skuldbindinga og selja að því loknu lánasafn bankans á því virði sem endurspeglast í greiðslugetu skuldunauta og þar af leiddum samningum við kröfuhafa.

Til vara, þá munu samtök skuldunauta Frjálsa fjárfestingabankans, leitast við að kaupa þann hluta lánasafns bankans sem samtökin standa á bak við, á raunhæfu verði sem tæki mið af greiðsluvilja skuldunauta ásamt upphaflegum forsendum lánasamninga.

Þeir sem áhuga hafa á að vinna að hagsmunum þessum eru beðnir að hafa samband við undirritaðan.

Guðmundur Andri Skúlason

Ásakór 12

203 Kópavogur

s: 615 1522 – 445 2580

gandri@internet.is

 1. anna benkovic
  26/08/2009 kl. 17:29

  Ég skulda þar!

 2. Sigurður #1
  26/08/2009 kl. 18:14

  Ég hef einmitt verið að spá í þessu, að ná saman þeim sem eru með lán í frjálsa til að snúa hann niður.

  Ég er til.

 3. 27/08/2009 kl. 9:46

  Gandri; þú ert snillingur!
  Frábær hugmynd. Ég ætla að spyrja alla sem ég þekki hvort þeir „eigi“ skuld í Frjálsa!

  • Gandri
   27/08/2009 kl. 10:18

   Þú setur þetta á bloggið hjá þér Heiða, það lesa það svo helv. margir.

 4. Kristján H. Theodórsson
  27/08/2009 kl. 21:53

  Erum með erlent húsnæðislán þarna og viljum vera með að skoða þetta.

  Brynja og Kristján

 5. Hilmar Karl
  28/08/2009 kl. 8:34

  Sameinaði stöndum vér, sundraðir föllum vér!

  Ég er til !!!

 6. Sigríður Jörundsdóttir
  28/08/2009 kl. 8:42
 7. Sverrir Guðmundsson
  28/08/2009 kl. 12:17

  Þetta er góð hugmynd. Ég er tilbúin að skoða málið

 8. Runar Guðmundsson
  28/08/2009 kl. 16:40

  Frabær hugmind reiknaðu með mer R G

 9. Andrea Ólafs
  29/08/2009 kl. 12:11

  þetta er frábær hugmynd hjá þér og flott framtak!
  verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta fer 🙂

 10. Jón
  29/08/2009 kl. 21:56

  Mjög gott mál! Er með lán þarna og mun fylgjast vel með

 11. eyjolfur karlsson
  30/08/2009 kl. 10:32

  ég skulda þeim 500,000 hvernig get ég tekið þátt?

 12. Gunnar Ingibergsson
  31/08/2009 kl. 20:46

  Flott mál, skulda Frjálsa og vil vera með.

 13. Skarphéðinn Gunnarsson
  09/09/2009 kl. 20:51

  Ég er ófrjáls skuldari, hvar skráir maður sig.

 14. Björn Stefansson
  11/09/2009 kl. 15:07

  Þetta er gott mál, ég skulda þeim gengistryggt lán, vil gjarnan vera með.
  Hvar skráir maður sig?

  Bkv. Björn

 15. Elvar Helgason
  29/09/2009 kl. 12:57

  Frábært framtak hjá þér, vill endilega vera með.

 1. 29/08/2009 kl. 11:31

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: